
Kristján Gunnar – sálfræðistofa er sálfræðiþjónusta þar sem unnið er með börnum, aðstandendum, ungmennum og fullorðnu fólki ásamt skólum og öðrum stofnunum. Þá hefur Kristján Gunnar einnig mikla reynslu af að vinna með afreksíþróttafólki og handleiða aðra fagaðila í heilbrigðisgeiranum. Á stofunni er einnig boðið upp á fjarviðtöl í gegnum Karaconnect fyrir þá sem vilja/geta ekki komið á stofuna í eigin persónu.
Á meðal algengustu viðfangsefna stofunnar eru einstaklingsviðtöl sem fela í sér greiningu og meðferð hvers kyns hegðunar- og tilfinningavanda og má þar helst nefna reiði-, kvíða (félagskvíði, almennur kvíði og áhyggjur, þráhyggja og árátta, aðskilnaðarkvíði svo eitthvað sé nefnt) og depurðarvanda, þunglyndi, svefnvanda, skólaforðun o.s.frv. Áhersla er lögð á að veita bestu mögulegu meðferð við hverjum vanda fyrir sig sem þýðir að einungis er notast við gagnreyndar aðferðir. Skjólstæðingar eru virkir þátttakendur í eigin meðferð.
Þá er stofan einnig með fyrirlestra og fræðslu fyrir íþróttafélög, skóla, fyrirtæki og aðrar stofnanir ásamt ýmiskonar námskeiðum.
Endurmenntun er lykilþáttur í starfi sálfræðinga og leitast Kristján Gunnar við að sækja reglulega námskeið og aðra fræðslu til sérfræðinga í faginu til að viðhalda nýjustu þekkingu.
Kristján Gunnar útskrifaðist árið 2016 frá Háskóla Íslands með cand. psych gráðu á barnasálfræðilínu.
Kristján Gunnar var í starfsþjálfun á Barna og unglingageðdeild (BUGL). Eftir útskrift starfaði hann sem sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni (2016-2022) og sem handleiðari frá 2018. Kristján Gunnar starfar enn við handleiðslu sálfræðinga á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.