Tímabókanir
Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á kristjan@kgsal.is
Þú getur afbókað og breytt viðtölum með því að senda tölvupóst á sama netfang
Einstaklingsviðtöl
Einstaklingsviðtöl eru að jafnaði 50 mínútur og er verð per viðtal 22.000 kr. Skjólstæðingar bera ábyrgð á að muna eftir og mæta í viðtöl.
Tíminn er tekinn frá fyrir skjólstæðinga svo ætlast er til að afbókanir séu gerðar tímanlega.
Forfallagjald leggst á viðtöl sem afbókuð eru með skemmri en 24 klst. fyrirvara sem nemur hálfri upphæð viðtalsins. Í slíkum tilfellum kemur krafa inn á heimabanka viðkomandi.
Fyrsta koma
Stofan er staðsett að Garðarsbraut 26, 2. hæð (Hrunabúð). Gengið er inn um rennihurð sem er staðsett á milli Framsýnar og Fatahreinsunar Húsavíkur og þar upp tröppur á aðra hæð. Innst á ganginum er sófi sem skjólstæðingar geta tyllt sér í þangað til sálfræðingur kemur fram að sækja þá.
Í fyrsta viðtali er farið yfir trúnað og hvers má vænta í viðtölum. Farið er yfir sögu skjólstæðingsins þar sem ástæða komu er rædd, hvernig vandinn hefur þróast ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum. Þegar sálfræðingur hefur kortlagt vanda skjólstæðings er næsta skref að hefja viðeigandi meðferð við vandanum.
Leiki vafi á hvort foreldrar taki börn með sér í fyrsta viðtal má senda fyrirspurn á kristjan@kgsal.is